ATHUGIÐ! Bloggar.is mun loka 1. apríl 2016!
~~ORÐIÐ Á GÖTUNNI~~
02janúar

Árið 2009

Ársuppgjörið 2009

Þetta er nú eiginlega orðin vani hjá mér að koma með svona ársyfirlit yfir síðasta ár. Og ákvað ég því að halda þessari hefð minni bara áfram.

Besti drykkjufélaginn

Hehe það var nú ekki mikið drukkið á þessu ári sökum þungunar og í framhaldi af því, barneignar. En Jóna og Steinar standa alltaf fyrir sínuCool

Vinur ársins
Það er nú ekki hægt að gera upp á milli góðra vina. En hún Heiða Rut fær nú samt prik fyrir það hve mikið hún hjálpaði mér eftir fæðinguna og svona. Danke, danke my luvKiss
 
Uppáhalds nýji vinurinn
Ég kynntist fullt af nýju fólki á árinu, enda finnst mér alveg yndislegt að kynnast nýju fólki. En stelpurnar í mömmuhittingnum, þær Fjóla, Oddný, Helga og Gunna fá verðlaunin í árSmile

        
Djamm ársins
Hahaha....ég fór nú bara eiginlega á eitt djamm. En það var með flottasta fólkinu þannig að það stóð alveg undir væntingum. Þetta var þegar Steinar kom frá Norge í heimsókn og fórum við ásamt Jónu í borg óttans, fengum okkur að borða og enduðum svo á smá skralliWink

 

Skemmtilegasta ferðalagið
Sko ég fór nú bara ekki í eitt ferðalag sumarið 2009, skvízan var auðvitað mikið preggó um mitt sumar. Sem var nú bara ótrúlega skrítið þar sem ég er mikill ferðagarpur. En við fórum í sumarbústaðarferð í mars með Geira og Sólveigu. Það var ótrúlega gaman. Síðan fórum við nú nokkuð oft á Flúðir í bústaðinn til mömmu og pabba. Fórum meira að segja með þá litlu í sitt fyrsta ferðalag þangað, og þá var hún bara tveggja viknaSmile

Lag ársins
La la lagið með Hvannadalsbræðurum kom mér alltaf í
gírinnWink

Mynd ársins
Alveg pott þétt HANGOVER....og það skal sko enginn reyna að segja eitthvað annað!! Cool

Veitingastaður ársins

Ég verð að segja Hereford þetta árið. Við Þórir fórum þangað á 9 ára afmæli okkar og fengum alveg rosalega gott að borða þar. Síðan komst ég að því að pítsurnar á Castello væru gríðarlega djúsíSmile

Stærsta ákvörðun ársins
Humm ætli það sé ekki bara þegar við völdum nafnið á dóttur okkar, enda er þetta nafnið sem hún ber (vonandi) alla ævi. Lengi lifi Elísabet María. Og svo var það nú frekar stór ákvörðun þegar við ákváðum að kaupa okkur íbúð í Innri NjarðvíkSmile

 

Frasi ársins
Éttann sjálfur Wink


Hvað er planið á nýja árinu
Ja, til að byrja með ætla ég nú að drulla mér í ræktina. Ferðast með vinum og fjölskyldu. Mæta aftur til vinnu. Skrifa lokaritgerð og svo margt margt fleiraSmile


Sjónvarpsþáttur ársins
Mér fannst Hamarinn góður. Glee kom skemmtilega á óvart. Síðan eru þættir eins of Desperate Houswifes, So you think you can dance og One Tree Hill og svona sem klikka seint hjá kjélluSmile


Mesta breyting ársins
Það að vera ekki lengur ein, nú er maður bara komin með fjölskyldu og það er yndislegast í heimiLaughing


Lúði ársins

Jóna fékk lúðaverðlaunin í fyrra, og árið þar á undan. Jóna, þú færð þau bara aftur í ár, ég man nú samt ekkert eftir neinu lúðalegu sem þú gerðir. En þú hefur eflaust gert eitthvað og heldur því velli þriðja árið í röðWink


Skemmtistaður ársins
Iss piss, ég ætti nú bara ekkert að hafa þennan link í boði þetta árið þar sem að maður fór nú ekki mikið út á lífið þetta árið. Ég fór einu sinni á djammið í RVK og það var fullt af nýjum stöðum komnir, æiii ég segi bara B5 þar sem að það er eini staðurinn sem ég fór á djammið á, skjótið mig bara ef ég er algjörlega út úr kortinuCool

Drykkur ársins

Ég var nú ægilega mikið í vatninu mest megnis af árinu. Síðan datt maður í Pepsíið eftir að daman var komin í heiminn og hætt á brjósti. Enda verður þeim ósið hætt á nýju ári. En ég beið SPENNT eftir því að geta fengið mér Baccardi Razz í Sprite þegar ég fór á djammið.....og það stóð sko fyrir sínuWink

Söknuður ársins
Það var þegar strákarnir mínir tóku upp á því að fara að vinna í Rússlandi !! Ekki gaman. En þeir eru loksins að koma heim 6. jan og þá verður sko farið í sumarbústaðarferð saman......það veeeerður svo gamanWink

Síða ársins
Það hlýtur bara að vera facebookCool

Gleði ársins

Brúðkaupið hjá Hrafnhildi og Kristjáni. Nokkur gleðitár féllu þarSmile

Snilld ársins
Íslenska kvennaliðið komst á EM sem er glæsilegur árangur. Svo kom náttúrulega Jóhanna Guðrún okkur Íslendingum helvíti langt í Eurovision, það hefði verið rosalegt að vinna þetta. Það hefði nú endanlega sett okkur á hausinn. En hún var ógeðslega flott og ég er alveg viss um að það verður langt þangað til að við eigum svona svakalega flottan keppanda afturSmile

Frétt ársins

Að litla systir hans Þóris væri preggó. Allt að gerast sko. Systkinin kunna sko alveg að fjölga sér. Nú er bara Jóhann eftirTongue out

Tónlistamaður ársins
Þar sem að ég var nú í svo mikilli slökun á árinu, þá hlustaði ég rosalega mikið á Ray Lemontagne, Cat Power og Bubba. Allt glæsilegir tónlistamenn. Þið sem ekki þekkið til þeirra......tékkið á þeim NÚNAWink

Partý ársins

Hahaha.....ekkert partý þetta árið. Gengur kannski betur á næsta áriTongue out

Hetja ársins
Ég ætla bara að segja að ég sé hetja ársins. Enda var það erfitt og tók sko heldur betur sinn tíma að koma dömunni í heiminnWink


Nýársheit fyrir árið 2010

Við Þórir settum okkur það markmið að prófa fleiri veitingastaði árið 2009 og ekki alltaf að vera að borða það sama á þessu ári, það tókst svona nokkuð vel bara. En þetta árið ætlar maður að sjálfsögðu í átak. Enda kominn tími á hreyfingu eftir góóóóóða pásuWink

Það má með sanni segja að árið 2009 hafi verið mjög svo viðburðarríkt, og eru þessir punktar aðeins brot af frábæru ári. Árið var öðruvísi en undanfarin ár en engu að síðu frábært, enda árið sem yndislegust kom í heiminn! Það verður nú erfitt að toppa þaðWink

Ég hlakka til að eyða nýju ári með ykkur kæru vinir. Munið að vera góð við hvort annað. Ég óska ykkur öllum gleðilegs nýs árs og þakka ykkur fyrir frábærar stundir á árinu 2009. Megi árið 2010 verða okkur eins gæfuríkt og árið 2009 var.

Ekki gleyma því að mér þykir alveg ægilega vænt um ykkur. Knús á línunaKiss

Ykkar Tinna

 

02. janúar 2010 klukkan 01:20
Tinna Hallgrímsdóttir
8 athugasemdir
25maí

PÁSA

Jæja....

Það er nú kannski skemmtilegra að koma því á framfæri að ég hef ákveðið að taka blogg pásu.
Ég er að vinna í því að búa til barnalandssíðu. Þið fáið upplýsingar um það á næstu dögumWink

Kv. Tinna
25. maí 2009 klukkan 18:44
Tinna Hallgrímsdóttir
5 athugasemdir
13apríl

Páskafríið á enda

Jájá og maður er sko alveg búin að hafa það mjög næs skal ég segja ykkur.

Ég sit núna fyrir framan sjónvarpið og er að horfa á Idolið og éta ostapopp. Klára fríið með stælWink 

Fríið byrjaði á því að við Þórir og mamma hans fórum norður á Kópasker. Amma hans var að flytja og vorum við að hjálpa til. Það var rosa næs að komast aðeins í burtu.
Síðan á Skírdag fórum við í Smáralindina aðeins og skoða, við keyptum nú ekki mikið, vorum meira í því að hneyksla okkur á  því að verðið hækkar nú bara með hverri vikunni! Rosalegt sko. Síðan fórum við í bíó og enduðum síðan í dinner hjá Hrafni og Siggu, Hrafninn eldaði dýrisndismáltíð og bar fram glæsilegan ís í eftirréttSmile 
Síðan á föstudaginn langa fórum við í dinner í Vogana til mömmu og pabba, amma og afi voru þar líka. Síðan var nú bara haft það notarlegt um kvöldið.
Á laugardeginum komu Gútzí, Finnur og strákarnir í heimsókn.
Á páskadag fórum við síðan í dinner til Mæju tengdó og svo bara kósý um kvöldið.
Í dag er maður bara búin að vera að njóta þess að klára fríið með stæl, þurfti reyndar að fara á fund í klukktíma, en ég lét það ekki skemma neitt fyrir mérWink

Síðan hefst vinnan aftur á morgun, og sæll það verður sko nóg að gera skal ég segja ykkur! En maður er bara jákvæður og sáttur með það, það er nú bara leiðinlegt þegar það er ekkert að gera í vinnunni! Svo styttist nú bara í frí hjá manni, þannig að maður klárar síðasta mánuðinn með stælWink Og ég neita því ekki að það verður næs að komast í smá fríSmile

Bumban stækkar og stækkar, en við erum bara hress, svona miðað við aldur og fyrri störf. Maður á ekki eins auðvelt með heimilisstörfin núna og áðurTongue out Ekki eins auðvelt að beygja sig og svona. En Þórir sér um þetta, þannig að það er ekki vandamálWink

Spakmæli dagsins
Besta leiðin til að sannfæra aðra er að nota eyrun - með því að hlusta á þá.
-Dean Rusk-

LaTer

 

13. apríl 2009 klukkan 20:48
Tinna Hallgrímsdóttir
3 athugasemdir
01apríl

25 vika

Tinna & bumbubúinn.....í fréttum er þetta helst

Það var eitthvað kvartað yfir því síðast að ég hefði ekkert sagt frá okkurTongue out En við erum bara nokkuð hress, ég er stundum þreytt í bakinu, vakna mikið á nóttunum, er alltaf á einhverju brölti. Það lætur sko alveg finna fyrir sér, en það er bara gaman, Þórir er meira að segja búin að finna spörkinLaughing Ætli þetta verði fótboltabarnWink 
Ég fæ stundum í magann ef ég borða eitthvað sem krílinu líkar ekki! Eins og um daginn þá fórum við Þórir á Olsen, ég fékk mér einhvern sóðalegan bát og fékk þvílíkt illt í magann að ég varð bara að fara að sofa sko! En nú passar mar að vera ekkiert í svoleiðis sóðaskapTongue out Síðan datt ég í dag, ekkert svaklegt samt, en það hefði getað orðið það, rann í bleytu á flísum, en að gerðist svona eiginlega í slow motion þannig að það var ekkert rosalegt, við erum alveg heil eftir þetta skaut á flísunum hálu!!Surprised

Við Þórir skelltum okkur í bíó á sunnudaginn ásamt Hrafni og Siggu á myndina Knowing, hún var ágæt bara. Síðan er það dinner hjá þeim á Skírdag, síðasta kvöldmáltíðin kannski? Neeei vona nú að svo sé ekkiTongue out


Við erum örugglega að fara norður á föstudaginn, þar að segja ef veður leyfir. Það væri rosalega gott að komast aðeins í Sveitina og slaka örlítið á. Svo eru bara að koma páskar, ohhh notarlegt að fá smá frí skoSmile Svo styttist nú líka í það að maður fer í sumarfrí, bara tveir mánuðir.

Spakmæli dagsins:
Þú hefur aðeins eitt tækifæri til fyrstu kynna
-Óþekktur-

Ég setti inn tvær bumbumyndir, þannig að þið getið séð að bumban hefur stækkað örlítiðWink Ég sett líka nýja forsíðumynd eins og þið sjáið...hehe ein gömul og góð af mér og Ingu Margréti. Bara snilld skoLaughing

LaTeR

01. apríl 2009 klukkan 23:57
Tinna Hallgrímsdóttir
4 athugasemdir
26mars

Þá er það fimmtudagur

Jájá....

Það er kominn fimmtudagur enn eina ferðina. Líst bara MJÖG vel á þaðLaughing 

Árshátíðin í vinnunni var um síðustu helgi og það var sko í nógu að snúast í kringum hana. Árshátíðin sjálf gekk svona líka glæsilega vel. Þannig að maður er bara rosa sáttur!

Við Heiða Rut skelltum okkur í bíó á þriðjudaginn, svo sniðugt að fara í sambíóin á þriðjudögum, því þá kostar bara 500kr. Við fórum á myndina He´s just not that into you, sem var sko bara snilld, ekta svona stelpumynd, en held þó samt að það séu svona nokkrir rómó peyjar sem myndu fíla hana, þið vitið hverjir þið eruðWink

Talandi um rómantík....þá trúlofuðu Jóna og Skúli sig um síðustu helgi! Þannig að ég segi bara enn og aftur til hamingju með það litlu turtildúfurKiss

Á laugardaginn ætla nokkrar skvízur að hittast heima hjá Gútzí, held að Finnur verði ekki ekki í bænum, þá er náttla um að gera að bjóða í gott stelpuchillWink Við ætlum að elda okkur eitthvað saman og éta nammi, HVAÐ ANNAÐ!Tongue out  Ég þarf reyndar að fara síðan að vinna kl 01:00, það er sko mission í gangi, segi ykkur betur frá því síðarWink 

Annars vona ég að helgin verði bara róleg, Þórir er að fara í diskókeilu með vinnunni annað kvöld, þannig að ég verð heima í chillinu, jafnvel að glugga í Idolið,  ef einhverjum langar að koma í heimsóknWink

Spakmæli dagsins:
Notum hvatningu. Látum það virðast auðvelt að leiðrétta mistökin.
-Dale Carnegie-

LaTeR

26. mars 2009 klukkan 12:13
Tinna Hallgrímsdóttir
9 athugasemdir
11mars

Kæru vinir

Sæl og blessuð kæru vinirWink

Hér allt gott að frétta. Skólinn á fullu þessa vikuna og svo er auðvitað bara rúm vika í árshátíðina þannig að það er sko í nógu að snúast. Yfirmaðurinn farinn í feðraorlof og þá er ég víst aðal manneskjan á meðanTongue out Svosem ekkert nýtt! En það er metaðsókn á árshátíðina að ég held bara! Sem er frábært, enda er alltaf markmiðið að fá sem flesta og gera betur heldur en í fyrra. Þetta verður glæsilegt, skreytingarnefndin er á fullu að skipuleggja og svo verður farið að versla í næstu viku....bara gamanLaughing

Við Þórir fórum í bústað á Flúðum um síðustu helgi ásamt Geira og Sólveigu. Við höfðum það bara notalegt saman, túristuðumst aðeins og síðan kíktum við Þórir auðvitað á fjölskyldumeðlimi.

Við erum að fara í mæðraskoðun á morgun. Það er bara mjög spennandi, Guðrún kom með mér síðast af því að ég þorði ekki ein í fyrsta skiptið og Tóti komst ekki þá, en hann kemur með í þetta skiptiðLaughing


Spakmæli dagsins
Með réttu viðhorfi getur þú breytt neikvæðri streitu í jákvæða
-Hans Selye-

LaTeR

11. mars 2009 klukkan 19:06
Tinna Hallgrímsdóttir
5 athugasemdir
02mars

Mánudagur til mæðu

Ég ákvað að skutla inn einu bloggi eða svo.....aðeins að leyfa ykkur að fylgjast með kjélluWink

Við fórum í 20 vikna skoðun í síðustu viku, það gekk rosa vel og allt saman leit rosa vel út, krílið í réttri stærð og svona sem er bara frábærtLaughing Það vildi nú fyrst ekkert sýna sig mikið, var hálf sofandi eitthvað, en svo fór það á fleygiferð og var útum allt um leið og læknirinn potaði okkurTongue out Það sást allt rosa vel og myndirnar sem við fengum eru ekkert smá skírar.

Síðan á föstudeginum fór ég með skólanum mínum í skólaferðalag á Laugarvatn, þetta var svo kölluð vetrarferð, lærðum ýmislegt um snjóflóð og vorum að grafa fólk og svona, svaka áhugavert. Síðan var farið í gönguferðir og hellaskoðun og svona. Veðrir var alveg frábært sem gerði ferðina náttúrlega alveg frábæra!Laughing
Síðan kom ég heim í gær, og slakaði bara á, við Tóti fórum í dinner í Vogana og kíktum svo á Mæju, síðan fórum við bara heim að chilla og horfa á Desperate Housewifes.

Í dag er ég að vinna í Vogunum, verð að vinna til 22 í kvöld. Síðan verð ég restina af vikunni inn í Hfj að klára starfsnámið mitt. Æii hvað það verður nú gott að klára það!

Síðan um helgina er Þórir minn búin að bjóða mér í bústað í smá slökunLaughing Ahhh hvað það verður notalegt. Geiri Sæm og Sólveig ætla að koma með okkur. Þannig að þetta verður bara svona mega kósý helgi held ég.

Svo er það skóli í næstu viku....jájá...það er nóg framundan svosem. Ágætt samt að komast aðeins í skólann, fá smá breik frá vinnunniTongue out 

Spakmæli dagsins:
Grunnur velgengni í lífinu er getan til að viðhalda daglegum áhuga á starfinu sem við sinnum; búa yfir ódrepandi eldmóði; svo við lítum hvern dag eins mikilvægan og þann sem er liðinn eða ókominn.
-William Lyon Phelps-

LaTeR

02. mars 2009 klukkan 17:09
Tinna Hallgrímsdóttir
8 athugasemdir
23febrúar

Slumdog

Yello peeps...

Óskarsverðlaunin voru í gær. Það hafðist að horfa á þau. Eins og þið vitið þá voru þau EKKI sýnd á stöð 2 og Tinnan var sko ekki sátt með það.....en Einar og Heiða tóku Skjáheim, þannig að við Heiða horfðum á þetta á ProSieben sem er þýsk stöð. Það fór allavega ekki framhjá neinum að þetta væri þýsk stöð. Allar auglýsingar voru auðvitað á þýsku. Þannig að við Heiða voru vel þýskar eftir nóttinaWink En ég var bara sátt með Óskarinn þetta árið, ég hefði samt viljað að Benjamin Button hefði verið valið besta myndin. Mér finnst hún bara svo klikkað góð. Reyndar er Slumdog það líka, en ég hefði viljað hinaTongue out 

Við þórir og Ásgeir og Sólveig skelltum okkur í bíó á laugardeginum. Fórum að sjá Milk, mar var auðvitað að reyna að sjá sem flestar myndir fyrir Óskarinn. Sean Penn var geggjaður í Milk, enda fékk hann Óskarinn.

Svo var það bara leti og dinner hjá mömmu og pabba í gær þangað til að Óskarinn byrjaði.

Svo er ég að vinna þessa viku í Vogunum, það er alveg ágætt bara. En síðan verð ég aftur í næstu viku inn í Hafnarfirði.

Fyrir ykkur sem hafa ekkert kynnt ykkur Óskarsverðlaunin þá er hér svona það helsta:

Besti leikari: Sean Penn
Aukaleikari: Heath Ledger
Besta leikkona: Kate Winslet
Aukaleikkona: Penelope Cruz
Besti leikstjóri: Danny Boyle
Besta mynd: Slumdog Millionair

Jámm þar hafið þið það

Spakmæli dagsins:
Berstu fyrir skoðunum þínum, en ekki halda að þær innihaldi allan eða eina sannleikann.
-Charles A. Dana-

LaTeR

23. febrúar 2009 klukkan 21:22
Tinna Hallgrímsdóttir
8 athugasemdir
17febrúar

Los Bumbos

Jæja óþreyjufulla fólk!!

Ég er búin að setja inn nokkrar bumbumyndir. Þið verðið að láta ykkur þetta duga í biliTongue out Málið er að skjárinn á myndarvélinni minni er ónýtur og það er allt í svarthvítu og ég get ekki breytt því og ég gat ekkert séð af hverju ég var að taka mynd! En ég held að þetta sé allt í lagi og þið sjáið samt alveg bumbuna, en bara í svarthvítu. Þórir ætlar að kaupa handa okkar nýja myndarvél um mánaðarmótinWink Þá fara sko hlutirnir að gerast!

Annars er ekki mikið að frétta svosem, ég er alveg á haus í starfsnáminu mínu þessa dagana, ég var alla síðustu viku og verð alla þessa viku líka ásamt því að vera að vinna  líka aðeins í Vogunum. Síðan fer ég aftur fyrstu vikuna í mars. Þetta er rosalega strembið en ekki leiðinlegt skal ég segja ykkur. Leiðbeinandinn minn er snillingur, alveg magnaður karakter skal ég segja ykkurSmile Ég fer svo að slaka á bráðum, allir að missa sig yfir því að maður sé að vinna of mikið, sem er alveg rétt, því nú er maður að hugsa um fleiri en sjálfan sig! Þetta kemur.

Við Þórir fórum í dinner til Einsa bró og co á laugardaginn, ásamt ömmu, afa, mömmu og pabba. Það var alveg rosalega notarlegt. Síðan horfðum við á Euro hjá þeim, og mikið svaklega er ég sátt með að Jóhann hafi unnið! Hún er bara svo flott og alveg afburðargóð söngkonaWink 

Sunnudagurinn fór svo bara í slökun fyrir átök vikunnar, Þórir skellti sér á uppistandið með Pétri Jóhanni ásamt dúdum en ég fór bara í Vogana í mat á meðan, það klikkar ekki sko!

Óskarsverðlaunin eru á sunnudaginn og ég held að ég sé að fá góða gesti til þess að horfa með mér, Þórir verður eflaust sofandi baraTongue out Hann þarf líka að mæta snemma í vinnu daginn eftir.

Þið tékkið á myndunum, þið sem eruð búin að vera að vælaWink

Spakmæli dagsins:
Sá svartsýni sér erfiðleikana í hverju tækifæri. Sá bjartsýni sér tækifærin við sérhverja erfiðleika.
-Winston Churchill-

Í tilefni af því að það styttist í árshátíð, þá setti ég á forsíðuna eina gamla og góða frá 2007.

LaTeR

17. febrúar 2009 klukkan 21:18
Tinna Hallgrímsdóttir
15 athugasemdir
03febrúar

Lærdómur hummm...

Já maður er víst að reyna að læra eitthvað. Tóti er á fóbó æfingu þannig að ég nýti tímann í að læra (og blogga smá).

Helgin síðasta var sú rólegasta. Nema kannski það að við Þórir fengum einn lítinn ærslabelg í pössun. Victoría kom á föstudagskvöldið og gisti eina nótt hjá okkur. Svosem fínt að æfa sigWink Það gekk nú bara alveg ótrúlega vel, nema kannski það að hún var soldið óþekk að fara að sofaTongue out Mesta sjokkið var eiginlega hvað það fylgdi henni mikið drasl og svo rústaði hún auðvitað íbúðinni, eða svonaLaughing  En þetta var rosa gaman.

Svo á laugardeginum skelltum við Þórir okkur í Ikea, okkur sárvantaði svo bókahillu í stofuna. Og við fundum eina litla og sæta sem var MJÖG ódýr. Við keyptum ýmislegt annað eins og lampa, sem var ekki eins ódýr. Þórir var alveg miður sín yfir þessum lampakaupumUndecided
Um kvöldið fóru svo ég, Þórir, Einar, Heiða & Birkir öll saman á Langbest og fengum okkur pítsu. Það var voðalega notalegt, svo var bara farið heim í kósýheitinWink

Við Jóna fórum í Rvk í dag að versla ýmsilegt fyrir féló, meðal annars dótarí fyrir Vina & Paraballið (misstum okkur aðeins í Partýbúðinni, ég væri nú bara til í að eiga heima þar) sem er á föstudaginn. Það er flottasta ball ársins, mikið lagt í það og svonaLaughing

Ég var að fara að elda kjötbollur áðan, haldiði ekki að ég hafi skemmt sósuna. Þannig að Þórir fékk bara Kínarúllur og ég fékk mér kjúklingasalatTongue out Á sama augnabliki fékk ég sms frá Jónu um að hún hefði brennt pítsuna sem hún hafði keypt þegar við vorum í bænum hehe....jámm við erum alveg snilldar kokkar Jóna mín!!

Ég setti inn nýja könnun, jájá allt að gerast sko! Endilega kjósiðLaughing

Spakmæli dagsins:
Segðu aldrei meira en þú getur staðið við.
-Njálssaga-

LaTeR

03. febrúar 2009 klukkan 22:00
Tinna Hallgrímsdóttir
9 athugasemdir

MYND APR MÁN: Ein gömul og góð->

Auglýsing

Atburðarteljari

Prófíll

  • Nafn: Tinna Hallgrímsdóttir
  • Netfang: tinna@vogar.is
  • Staður: Er Vogalingur...en bý í Innri Njarðvík
  • Atvinna: Nemandi í Kennó og vinn í félagsmiðstöð....en þessa dagana sinni ég nú bara móður hlutverkinu
  • Hjúskaparstaða: Spoken for:p
  • Um mig: Sko...ég er alveg súber hress skvíza sem elskar að elska gæjann sinn og vini sína. Finnst alltaf jafn gaman að djamma með vinum mínum og dansa með góðum gellum;) Ég eignaðist yndislega stelpu í júlí á þessu ári og hún er sko bara fallegust !!
  • Annað: VILJI ER ALLT SEM ÞARF Einar Ben

Könnun

Hver er heitust?

Teljari

  • Heimsóknir í dag: ...
  • Þennan mánuð: ...
  • Frá upphafi: ...

Leikur dagsins